Pétur segir starfi sínu lausu

Pétur G. Markan.
Pétur G. Markan. Ljósmynd/Aðsend

Pét­ur G. Mark­an sagði starfi sínu lausu sem sveit­ar­stjóri Súðavík­ur­hrepps á fundi bæj­ar­stjórn­ar sem fór fram í gær. Pét­ur hóf störf fyr­ir Súðavík­ur­hrepp árið 2014.

Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð sveit­ar­fé­lags­ins.

Þar seg­ir Pét­ur að tím­inn hafi liðið „á ljós­hraða krefj­andi verk­efna, ánægju­legra kynna, sigra og stund­um erfiðra tíma­bila.“

„Ég hef, í sam­ráði við fjöl­skyldu mína, ákveðið að segja starfi mínu lausu sem sveit­ar­stjóri Súðavík­ur­hrepps. Fram und­an eru breyt­ing­ar hjá fjöl­skyld­unni sem kalla á þess­ar breyt­ing­ar á mín­um störf­um. Það er von mín og vissa að bjart sé yfir framtíð sveit­ar­fé­lags­ins. Mér er efst í huga þakk­læti til íbúa Súðavík­ur­hrepps fyr­ir að hafa fengið að stýra sveit­ar­fé­lag­inu, sú reynsla er dýr­mæt, þakk­lát og verðmæt. Ég vil þakka sveit­ar­stjórn fyr­ir sam­starfið og óska henni velfarnaðar, ham­ingju og gleði á kom­andi tím­um, árum og ára­tug­um,“ seg­ir í fund­ar­gerðinni.

Odd­viti tók við upp­sögn­inni fyr­ir hönd sveit­ar­stjórn­ar sem óskaði eft­ir því að Pét­ur ynni upp­sagn­ar­frest, sem er þrír mánuðir.

Einnig var fjallað um málið á vef Bæj­ar­ins besta í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka