Segir Ingu sitja yfir fjármunum flokksins

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður, gagnrýnir leiðtoga Flokks fólksins í aðsendri …
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður, gagnrýnir leiðtoga Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. mbl.is/Eggert

Karl Gauti Hjaltason, alþingismaður, sakar Flokk fólksins um óvandaða meðferð fjármuna flokksins. Þá segir hann ekki forsvaranlegt að formaður flokksins, Inga Sæland, sitji yfir fjárreiðum hans og að verið sé að hygla fjölskyldumeðlimum formannsins.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Karls Gauta í Morgunblaðinu í dag.

Karl Gauti var kjörinn þingmaður Flokks fólksins, en honum var vísað úr flokknum ásamt Ólafi Ísleifssyni í kjölfar Klaustursmálsins. 

Í grein segir þingmaðurinn að hann telji „ekki forsvaranlegt að formaður stjórnmálaflokks sitji yfir fjárreiðum hans með því að vera jafnframt prókúruhafi og gjaldkeri flokksins. Þá get ég heldur ekki sætt mig við að opinberu fé sé varið til launagreiðslna í þágu nánustu fjölskyldumeðlima stjórnmálaleiðtoga.“

„Landslög kveða skýrt á um vandaða meðferð þeirra fjármuna sem stjórnmálaflokkar þiggja úr almannasjóðum og er mikilvægt að eftir þeim sé farið,“ segir Karl Gauti.

Inga Sæland.
Inga Sæland. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert