Sýningin er bæði fyrir börn og fullorðna og teikningarnar sem sýndar eru á sýningunni eru ótrúlega metnaðarfullar og fallegar. Í þeim er falinn mikill fjársjóður,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, sýningarstjóri Tíðaranda í teikningum, sem fram fer á Bókasafni Kópavogs.
Hún segir að á sýningunni séu teikningar í kennslubókum frá 1937 fram á tíunda áratuginn. Teikningarnar komi frá Menntamálastofnun en sumar hverjar hafi áður verið í eigu Ríkisútgáfu námsbóka og Námsgagnastofnunar.
Guðfinna segir tilurð sýningarinnar vera þá að í fyrra hafi verið sett upp sýningin Barnabækur í 100 ár á Bókasafni Kópavogs. Við vinnslu hennar hafi teikningarnar hjá Menntamálastofnun komið í ljós en efnið hafi verið svo mikið að sérsýningu hafi þurft fyrir það. Guðfinna segir að nýjustu teikningarnar á sýningunni séu í Málrækt, teiknaðar af Halldóri Baldurssyni. Yngri kennslubækurnar séu ekki á sýningunni af þeirri ástæðu á að tíunda ártugnum urðu þær að eign listamannanna og ramminn utan um sýninguna tengist einungis núverandi eign Menntamálastofnunar.
Sjá samtal við Guðfinnu Mjöll um sýninguna í heild í Morgunblaðinu í dag.