Vilja byggja flugstöð

Gróf skissa sýnir 1.500 fermetra viðbyggingu norðan núverandi flugstöðvar á …
Gróf skissa sýnir 1.500 fermetra viðbyggingu norðan núverandi flugstöðvar á Akureyri. 1.000 fermetra bygging gæti kostað 200-250 milljónir sem er aðeins brot af fyrri áætlunum. Teikning/AVH

KEA býðst til að reisa fyrir eigin reikning og leigja ríkinu viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að þjóna millilandafluginu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem hafa verið að þróa nýjar hugmyndir um uppbyggingu telja unnt að gera það á stuttum tíma og með minni kostnaði en rætt hefur verið um.

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, segir að aðstaða í flugstöðinni sé óviðunandi fyrir millilandaflug. Hún sé of lítil og geti ekki þjónað almennilega meðalstórum þotum.

Eins og áður hefur komið fram skipuleggur ferðaskrifstofa ferðir frá borgum í Bretlandi beint til Akureyrar og áformað er að slíkt flug hefjist frá Hollandi á vormánuðum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu óttast áhrif þess á starfsemina að núverandi flugstöð rúmar ekki farþega í millilandaflugi með góðu móti og hamli það frekari þróun þess.

Áætlanir hafa verið um uppbyggingu aðstöðu á flugvellinum en stækkun flugstöðvarinnar er ekki komin á áætlun. „Það þarf að fara hraðar í stækkun flugstöðvarinnar en áætlanir hafa verið um, ef á annað borð ætlunin er að stunda millilandaflug frá Akureyrarflugvelli,“ segir Halldór. Ferðaþjónustufyrirtækin Höldur og SBA hafa unnið með KEA að nýjum áætlunum sem kynntar hafa verið samgönguráðherra og Isavia.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert