Segja Einar ekki meðal umsækjenda

Einar Kárason, rithöfundur, segist hafa sent inn umsókn um listamannalaun …
Einar Kárason, rithöfundur, segist hafa sent inn umsókn um listamannalaun fyrir árið 2019 í september síðastliðnum. Úthlutunarnefndin kannast ekki við að umsókn hafi borist. mbl.is/Kristinn

Úthlutunarnefnd listamannalauna fékk ekki umsókn frá Einari Kárasyni rithöfundi vegna listamannalauna fyrir árið 2019. Frá þessu greinir Einar á facebooksíðu sinni en töluverð umræða hefur skapast um að Einar er ekki einn þeirra sem hljóta listamannalaun í ár.

Úthlutað var 555 mánaðarlaun­um úr launa­sjóði rit­höf­unda og bár­ust 253 um­sókn­ir um 2.745 mánuði í launa­sjóðinn.

Einar segir í facebookfærslu sinni að hann hafi fengið póst frá formanni stjórnar úthlutunarnefndar listamannalauna þar sem segir að engin umsókn hafi borist frá honum. „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því,“ segir Einar í færslu sinni.

Hann furðar sig á þessum pósti þar sem hann fullyrðir að hann hafi fyllt út umsókn 24. september síðastiðinn. Hann segist reyndar ekki hafa átt von á miklu þar sem hann hafi verið „skorinn niður til hálfs árið áður“.

Þá segir hann nefndarmenn greinilega vera litla aðdáendur hans fólks þar sem dætur hans, sem gáfu út samtals þrjár bækur í fyrra, hafi ekki heldur fengið úthlutun frá nefndinni í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert