„Hlýtur að hafa gengið á annars staðar“

„Ef þetta gekk á á Íslandi þá hlýtur þetta að …
„Ef þetta gekk á á Íslandi þá hlýtur þetta að hafa gengið á annars staðar og það er mikilvægt að að þær konur sem lent hafa í þessu utan Íslands viti að þær hafi stuðning,“ segir Carmen. mbl.is/Eggert

„Ég ætla að tala við lög­fræðing í dag og sjá hvernig málið stend­ur gagn­vart mér,“ seg­ir Car­men Jó­hanns­dótt­ir, sem steig fram og sagði frá áreitni af hálfu Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar, fyrr­ver­andi þing­manns og ráðherra, í Stund­inni fyr­ir helgi.

„Ég er á Spáni og ef ég ætla að kæra þá þarf ég að gera það hér, því þetta gerðist á Spáni. Það er nátt­úru­lega mun meiri karla­menn­ing hér en á Íslandi, en ég veit af konu í Andal­ús­íu, héraðinu þar sem Jón Bald­vin og Bryn­dís Schram eru bú­sett, sem beit­ir sér í bar­átt­unni gegn of­beldi gagn­vart kon­um og gæti gefið mér meðbyr.“

Car­men seg­ir nokkra spænska fjöl­miðla hafa fengið fregn­ir af mál­inu og von­ast til þess að fjallað verði um það.

„Ef þetta gekk á á Íslandi þá hlýt­ur þetta að hafa gengið á ann­ars staðar og það er mik­il­vægt að þær kon­ur sem lent hafa í þessu utan Íslands viti að þær hafi stuðning,“ seg­ir Car­men, og að rætt hafi verið að skrifa lýs­ingu á ensku fyr­ir Met­oo-hóp­inn sem stofnaður hef­ur verið á Face­book, þar sem kon­um gefst tæki­færi á að koma sög­um sín­um á fram­færi, ým­ist und­ir nafni eða nafn­laust.

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Bald­vin Hanni­bals­son. mbl.is/​RAX

Hóp­ur­inn varð til í kring­um um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar um meinta áreitni Jóns Bald­vins og seg­ir Car­men hann hafa farið fram úr björt­ustu von­um.

Ekki eitt­hvað sem hægt er að hunsa

„Ég ákvað að stíga fram þegar ég sá að vin­kona mín, Sigrún Skafta­dótt­ir, formaður kvenna­hreyf­ing­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýndi á Face­book að Jón Bald­vin hefði verið í viðtali hjá Kilj­unni á RÚV. Það var ljós í myrkr­inu fyr­ir mig og ég fór að spyrja hana hvers vegna hún segði þetta. Þá komst ég að því að það væri fullt af kon­um þarna úti sem hefðu svipaða sögu að segja af Jóni Bald­vini og ég,“ seg­ir Car­men.

Eins og Stund­in greindi frá var Car­men stödd í mat­ar­boði hjá Jóni Bald­vini og eig­in­konu hans, Bryn­dísi Schram, eft­ir leik Íslands á heims­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu síðastliðið sum­ar þegar Jón Bald­vin hóf að strjúka á henni rass­inn.

„Mér var búið að líða illa yfir þessu í marga mánuði og reyna að leggja þetta til hliðar, en þetta kom alltaf upp aft­ur. Þetta er ekki eitt­hvað sem hægt er að hunsa,“ seg­ir Car­men.

„Þarna var Klaust­ur­málið búið að vera í gangi og ég ákvað að setja mig í sam­band við blaðamann.“

Á fjórða hundrað í Met­oo-Face­book­hóp

Þá má segja að bolt­inn hafi farið að rúlla, enda hafi blaðamaður Stund­ar­inn­ar vitað af fleiri kon­um sem höfðu orðið fyr­ir áreitni og of­beldi af hálfu Jóns Bald­vins og hvatt þær til þess að stíga fram sam­hliða Car­men.

„Þær ákváðu að halda fund og ég gaf mig fram við þær og kynnti mig. Í kjöl­farið ákváðum við að stofna Face­book-hóp­inn, sem mér finnst hafa verið það allra sterk­asta. Það sést á því hve marg­ar hafi stigið fram og hve marg­ir vilja fá að vera með.“

Hóp­ur­inn tel­ur nú á fjórða hundrað og seg­ir Car­men það ým­ist vera kon­ur sem lent hafa í hon­um, aðstand­end­ur þeirra og vitni, en líka fólk sem er ein­ung­is þar til að veita stuðning.

Inn­an hóps­ins hafa komið upp hug­mynd­ir um að fara eigi fram á af­sök­un­ar­beiðni frá Alþingi. „Per­sónu­lega er ég al­veg til í að fara fram á það og það er gríðarleg­ur meðbyr fyr­ir því. Við höf­um ekki gefið okk­ur tíma í að ræða það en ég býst við því að það verði gert í dag.“

Fer alla leið fyr­ir hinar kon­urn­ar

Eins og áður seg­ir ætl­ar Car­men að leita lög­fræðiálits og hef­ur í hyggju að kæra hátt­semi Jóns Bald­vins.

„Ég ætla að gera það, þó það sé alltaf ákveðinn pakki, en mér finnst það vera rétta skrefið. Ég geri það fyrst og fremst fyr­ir all­ar þess­ar kon­ur sem hann hef­ur brotið á, en brot­in orðin fyrnd. Ef það kem­ur í minn hlut að verja þær með þess­um hætti þá fer ég alla leið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert