Lýstu áhyggjum hjá ríkisendurskoðanda

Frá landsfundi Flokks fólksins. Ólafur Ísleifsson er lengst til visntri …
Frá landsfundi Flokks fólksins. Ólafur Ísleifsson er lengst til visntri og Karl Gauti Hjaltason í ræðustóli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, lýstu áhyggjum af fjármálum flokksins fyrir ríkisendurskoðanda síðasta haust og gerðu grein fyrir því að Inga Sæland, formaður flokksins, færi með fjárráð hans.

Í samtali við Morgunblaðið tekur Ólafur undir gagnrýni Karls Gauta á hendur formanni flokksins sem fram kom í grein hans í Morgunblaðinu á laugardag. Í greininni gagnrýndi Karl Gauti það að Inga Sæland hefði prókúru flokksins og væri jafnframt gjaldkeri hans og að sonur Ingu hefði verið ráðinn á skrifstofu flokksins. Þá áréttaði hann að hann hefði áður gert grein fyrir þeirri gagnrýni á hendur Ingu sem hann lét í ljós á barnum Klaustri í lok síðasta árs, m.a. í samtölum við Ingu sjálfa.

„Þetta er gagnrýni sem við höfum báðir haft uppi,“ segir Ólafur og kveðst aðspurður sjálfur einnig hafa gert athugasemdir við formann flokksins um fjármálin.

„Ég lét uppi við formanninn það sjónarmið að ég teldi ekki rétt að fjármál flokksins væru í höndum kjörinna fulltrúa. Þetta gerðum við strax báðir snemma í nóvember árið 2017 á þingflokksfundi, skömmu eftir að við vorum kjörin á þing. Þegar upp komu ráðagerðir nokkru síðar um að ráða einstakling úr fjölskyldu hennar [á skrifstofu flokksins], þá sögðum við við formanninn að þetta væri eitthvað sem ætti ekki við. Þetta var á fyrri hluta ársins 2018,“ segir Ólafur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka