Nýr skóli tekinn í notkun

00:00
00:00

Í morg­un mættu ríf­lega 100 börn í 1.-5. bekk í Helga­fells­skóla í Mos­fells­bæ í fyrsta skipti. Bær­inn hef­ur vaxið hvað hraðast á land­inu á und­an­förn­um árum og var þörf­in fyr­ir nýj­an skóla orðin aðkallandi.

Hús­næðið er glæsi­legt og ger­ir ráð fyr­ir fjöl­breytt­um kennslu­hátt­um það er þó ekki að fullu til­búið og verið er að byrja á öðru húsi þar sem ung­linga­deild­in verður meðal ann­ars og er stefnt að því að taka það til notk­un­ar árið 2021.

Fimmti bekk­ur­inn sem nú byrj­ar í skól­an­um verður elsti bekk­ur­inn í Helga­fells­skóla fyrstu árin en miðað við íbúa­spá er gert ráð fyr­ir um 700 nem­end­um þegar hann verður orðinn full­set­inn.

Í mynd­skeiðinu er rætt við Rósu Ingvars­dótt­ur skóla­stjóra sem var ánægð með fyrsta dag­inn þar sem nem­end­ur og kenn­ar­ar voru sam­an við störf í Helga­fells­skóla. 

Áætlaður kostnaður við skól­ann er 3,5 millj­arðar króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka