Sprengdi flugeld í garði íbúa

Lögregla ítrekar að stranglega er bannað að skjóta upp flugeldum …
Lögregla ítrekar að stranglega er bannað að skjóta upp flugeldum á þessum tíma árs. mbl.is/​Hari

Sum­ir virðast seint ætla að átta sig á að flug­elda­spreng­ing­ar eru strang­lega bannaðar frá og með 7. janú­ar að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um. Í gær­kvöldi var flug­eld­um hent inn í garð hjá íbúa í um­dæmi lög­regl­unn­ar og var það raun­ar í annað skiptið í gær sem það gerðist.

Þá var lög­reglu einnig til­kynnt um að verið væri að henda flug­eld­um út úr bif­reið sem var á ferð í um­dæm­inu. Lög­reglu­menn höfðu uppi á viðkom­andi sem viður­kenndi ekki verknaðinn en kvaðst þó ætla að hætta þessu. Hann var ekki orðinn 18 ára og var því for­ráðamönn­um hans til­kynnt um at­vikið.

Lög­regla ít­rek­ar að strang­lega er bannað að skjóta upp flug­eld­um á þess­um tíma árs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert