Viðbragðstími í efri byggðum Kópavogs er óviðunandi að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Áætlað er að ný slökkvistöð verði tekin í gagnið nálægt Arnarnesvegi árið 2021, en í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jón Viðar brýnt að ljúka við veginn enda aukist umferðarflæði til muna með slíkri stofnbraut.
Áætlað að ný slökkvistöð verði tekin í notkun nálægt Arnarnesvegi árið 2021.