„Við erum að tala saman“

Kristján Þórður Snæbjarnarson.
Kristján Þórður Snæbjarnarson. mbl.is/Styrmir Kári

Samn­inga­nefnd­ir iðnaðarmanna og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hitt­ast aft­ur í dag til viðræðna. Síðasti fund­ur var á laug­ar­dag­inn var.

„Við erum að tala sam­an, sem er já­kvætt,“ sagði Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands og 2. vara­for­seti ASÍ. Auk Rafiðnaðarsam­bands­ins eiga full­trúa í samn­inga­nefnd iðnfé­lag­anna Byggiðn, VM, Grafía, Fé­lag hársnyrti­sveina, Fé­lag málmiðnaðarmanna á Ak­ur­eyri, FIT og Mat­vís.

Ekki er byrjað að ræða launa­mál með bein­um hætti, að sögn Kristjáns. Ein meg­in­krafa iðnaðarmanna er að stytta heild­ar­vinnu­tíma án launa­skerðing­ar og það er á meðal þess sem rætt hef­ur verið, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert