Hlaupið í Múlakvísl er lítið og vatnsborð, sem hækkaði fyrir hádegi, er á niðurleið. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að áfram verði fylgst með ánni.
„Þetta verður alltaf annað slagið,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að undanfarin ár hafi öðru hvoru komið svipaðir lekar.
„Vatnshæðin virðist heldur á leið niður og rafleiðnin er svipuð. Við fylgjumst að sjálfsögðu áfram með þessu. Eins og er þá er þetta lítið hlaup,“ segir Sigríður.
Starfsmenn Veðurstofunnar verða á ferðinni á svæðinu á morgun og skoða ána. „Þetta er vissulega atburður en hann er ekki stór.“