„Erum að ýta á að fá svör“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir kominn tíma til að …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir kominn tíma til að hreyfa við kjaraviðræðunum. mbl.is/Eggert

 „Það er bara visst mik­il þol­in­mæði sem við höf­um fyr­ir því að vera að mæta á enda­lausa fundi þar sem ekk­ert kem­ur fram um hversu mikið okk­ar viðsemj­end­ur eru til­bún­ir að mæta okk­ur með af þeirri kröfu­gerð sem við lögðum fram á sín­um tíma,“ seg­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR í sam­tali við mbl.is.

Frétta­blaðið hafði eft­ir Ragn­ari Þór í morg­un að til greina komi að stétt­ar­fé­lög­in fjög­ur, sem vísað hafa deilu sinni til rík­is­sátta­semj­ara, slíti viðræðum við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins (SA) ná­ist eng­inn ár­ang­ur á sátta­fund­in­um á morg­un.

Fund­ur­inn á morg­un verður þriðji fund­ur fé­lag­anna og SA frá því að mál­inu var vísað til sátta­semj­ara. „Við erum erum að ýta á að fá svör og erum ein­fald­lega að segja að það er kom­inn tími á að við för­um að heyra eitt­hvað og fá efn­is­leg viðbrögð við okk­ar kröfu­gerð,“ seg­ir Ragn­ar Þór. „Það er kom­inn tími á að fara að hreyfa við þess­um mál­um hvernig sem það verður gert.“

Man ekki eft­ir að hafa áður verið í þess­ari stöðu

Seg­ir hann fé­lög­in verða að fá ein­hver svör sem þau geti farið með í bak­land sitt til að upp­lýsa þau um hver staðan raun­veru­lega sé. „Ég byrjaði í þessu 2009 og ég man ekki eft­ir að við höf­um verið í þess­ari stöðu áður, þar sem við höf­um ekki fengið af­stöðu okk­ar viðsemj­enda til okk­ar kröfu­gerðar.“

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, sagði í sam­tali við mbl.is í gær að það væri sín skoðun að ágæt­is­gang­ur væri í kjaraviðræðum og í morg­un sagði Flosi Ei­ríks­son, fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands­ins, að kjaraviðræður stefni í rétta átt. „Það eru ekki stór skref, en þau eru í rétta átt, sem er gott,“ sagði Flosi.

Spurður út í þessi svör kveðst Ragn­ar Þór vera þeirr­ar skoðunar að þarna sé um að ræða mis­mun­andi túlk­un á hve hratt gangi. „Það kom til að mynda fram í máli Hall­dórs eft­ir ára­mót að það væri hörku­gang­ur í viðræðum þó að eng­inn fund­ur hefði átt sér stað, að því er ég vissi, milli SA og Starfs­greina­sam­bands­fé­lag­anna sem eft­ir eru.“

Hafna end­ur­skipu­lagn­ingu og milli­hell­ing­um

Þá megi ekki gleyma því að fé­lög­in fjög­ur sem vísað hafa kjara­deilu sinni til sátta­semj­ara fari með mik­inn meiri­hluta at­kvæða í ASÍ. „Þau fé­lög sem eru nú í viðræðum eru smærri fé­lög og þær viðræður sem eiga sér stað við þessi fé­lög eru milli­hell­ing­ar og end­ur­skiplagn­ing á vinnu­tíma sem við höf­um al­gjör­lega hafnað. Við ætl­um ekki að selja rétt­indi okk­ar fé­lags­manna í skipt­um fyr­ir kaup­hækk­an­ir, eða borga fyr­ir þær úr eig­in vasa.“

Kveðst Ragn­ar Þór raun­ar vera hugsi fyr­ir hönd fé­lags­manna þess­ara fé­laga yfir að halda eigi áfram á þeirri veg­ferð að selja frá þeim rétt­indi.

Alls­herj­ar­verk­föll ekki leiðin

Komi ekk­ert upp úr viðræðunum hjá sátta­semj­ara á morg­un munu fé­lög­in fjög­ur ræða við sína fé­lags­menn, sem taka á end­an­um ákvörðun um hver næstu skref verða. „Þetta eru ekki ákv­arðanir sem við tök­um sem for­menn, held­ur eru þetta ákv­arðanir sem við tök­um með samn­inga­nefnd­inni og okk­ar baklandi,“ seg­ir Ragn­ar Þór.

For­menn fé­lag­anna fjög­urra eru að hans sögn þó sam­mála um að alls­herj­ar­verk­föll séu ekki leiðin til að ná sam­an. „Það eru til fleiri leiðir til að þrýsta á að kröf­um okk­ar verði mætt,“ seg­ir Ragn­ar Þór en vill þó ekki nefna á þessu stigi hvaða leiðir það gætu verið. „Það eru til fleiri leiðir en átök og alls­herj­ar­verk­föll sem ég held að all­ir séu sam­mála um að séu ekki leiðin.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka