„Þetta er í fyrsta skipti sem við opnum á þessu tímabili og það verður opið frá 17 til 20 í Árbæ og Breiðholti, en lokað í Grafarvogi,“ segir Hafsteinn Grímsson, forsvarsmaður skíðasvæðanna í borginni.
Óvenjulítið hefur snjóað í vetur og segir Hafsteinn alla jafna vera opið á skíðasvæðum borgarinnar í um 40 daga á ári.
„Og við höfum alltaf náð að opna fyrir áramót svo þetta er mjög óvenjulegt ástand,“ segir Hafsteinn.
Lítill snjór er í brekkunum, þokkaleg aðstaða í Breiðholti en í Árbæ er brekkan tæp og sést talsvert í gras.