„Staðan er þannig bara að það er ekki hægt að hafa stígana opna að vetri til þegar það er frost og þíða til skiptis. Þeir eru bara ekki til þess gerðir að vera með vetrarumferð.“
Þetta segir Hákon Ásgeirsson, teymisstjóri Umhverfisstofnunar á Suðurlandi, í Morgunblaðinu í dag.
Vísar hann í máli sínu til Fjaðrárgljúfurs, en óvíst er hvenær opnað verður fyrir umferð fólks þar að nýju eftir að svæðinu var lokað í síðustu viku.