Stuðningur er við seinkun klukku

Margir hafa skoðun á því hvernig á að stilla klukkuna.
Margir hafa skoðun á því hvernig á að stilla klukkuna. mbl.is/​Hari

Í gærkvöld hafði borist 821 umsögn á samráðsgátt stjórnvalda (samrad.is) um hvort færa eigi klukkuna á Íslandi nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Það er hvort henni eigi að seinka um klukkustund eða hún að vera óbreytt frá því sem nú er.

Þegar umsagnir eru skoðaðar virðist seinkun klukkunnar njóta stuðnings flestra sem hafa veitt umsögn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í greinargerð sem unnin var í forsætisráðuneytinu kemur m.a. fram að rannsóknir sýni að nætursvefn Íslendinga sé almennt of stuttur. Slíkt geti verið heilsuspillandi og haft áhrif á námsárangur og framleiðni í atvinnulífinu. „Sérstaklega er þetta áhyggjuefni vegna barna og ungmenna. Ein líkleg skýring er að klukkan sé ekki í samræmi við hnattræna legu landsins.“

Umsagnarfrestur um málið hófst 10. janúar sl. og stendur til 10. mars. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert