Um 60 leyfi til fornleifarannsókna veitt í fyrra

Nóg var um að vera í fornleifarannsóknum í fyrra.
Nóg var um að vera í fornleifarannsóknum í fyrra. mbl.is/​Hari

„Það voru veitt um 60 leyfi, það er alveg svipað og hefur verið undanfarin ár. Þar af voru reyndar tvö sem ekki varð af, rannsóknir sem ekki varð af.“

Þetta  segir Sigurður Bergsteinsson, verkefnastjóri og fornleifafræðingur hjá Minjastofnun, spurður um rannsóknir síðasta árs.

Þau leyfi sem ekki voru notuð voru fyrir framkvæmdarannsókn á Akureyri sem hætt var við og svo aðra rannsókn í Baldursheimi í Mývatnssveit. Sigurður segir rannsóknir ársins í fyrra hafa verið af öllum stærðum og gerðum. „Þær voru misjafnlega stórar rannsóknirnar, allt frá því að vera pínulitlar framkvæmdarannsóknir vegna línulagna eða skurðgraftar upp í mjög stórar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert