Eldri konum oft neitað um viðtal

Dósent segir verðmæti fólgin í reynslu eldri kvenna.
Dósent segir verðmæti fólgin í reynslu eldri kvenna. mbl.is/​Hari

Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, hefur rannsakað stöðu eldri kvenna á íslenskum vinnumarkaði.

Fyrir tveimur árum gerði hún eigindlega rannsókn og tók viðtöl við íslenskar konur sem voru á aldrinum 55-75 ára og höfðu reynslu á vinnumarkaði eftir að þær urðu 40 ára. Leiddu viðtölin í ljós að konurnar mættu hindrunum í umsóknum um störf og á vinnumarkaði.

„Þær fundu fyrir ákveðnum fordómum á vinnumarkaði. Þeim fannst að ef þær sóttu um vinnu og vinnuveitendur sáu kennitöluna væru þær jafnvel ekki boðaðar í viðtöl. Þær voru kannski látnar kenna yngra fólki störfin og svo var þeim ýtt til hliðar og áttu ekki nokkra möguleika á að fá til dæmis framgang í starfi. Þær töldu að það væri vegna þess að þær væru eldri og væru konur. Það var þeirra upplifun,“ segir Sigurveig í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert