Gæti opnast í næstu viku

Verið var að undirbúa skíðavertíðina í Bláfjöllum í gær.
Verið var að undirbúa skíðavertíðina í Bláfjöllum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við fengum mikið af snjó í gær sem við unnum úr í nótt þar sem hægt var,“ sagði Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, í gær. Hann var bjartsýnn á opnun skíðasvæðisins í næstu viku.

Mikil lausamjöll er á svæðinu, en starfsfólk Bláfjalla hefur troðið snjóinn og myndað rastir í brekkurnar til að festa hann betur. Þá átti líka að hvessa í gærkvöldi og það gæti bætt stöðuna talsvert, að sögn Einars í gær.

„Við erum að vinna að því að safna snjó og svo á að snjóa aftur um helgina. Þá er vonandi að við getum opnað í næstu viku,“ sagði Einar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert