Ljóst að stjórnvöld þurfi að hafa aðkomu

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þórbergsson, framkvæmdastjóri …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þórbergsson, framkvæmdastjóri SA.

Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara á mánudaginn í næstu viku í kjaraviðræðum Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hreyfing sé komin á málin.

Ragn­ar seg­ir efn­is­lega af­stöðu SA gagn­vart kröfu­gerðum stétt­ar­fé­lag­anna loks liggja fyr­ir. „Það er það sem við höf­um verið að þrýsta á og kalla eft­ir.“

Þungt hljóð var í Ragn­ari í gær, sem sagði koma til greina að viðræðum yrði slitið næðist ekki ár­ang­ur á þess­um þriðja fundi stétt­ar­fé­lag­anna og SA síðan deil­unni var vísað til sátta­semj­ara. Ragn­ar seg­ir að viðræðum verði ekki slitið að svo stöddu.

„Það skipt­ir öllu máli fyr­ir okk­ur að fá af­stöðu þeirra þannig að við get­um farið með þetta í okk­ar bak­land og rætt efn­is­leg­ar niður­stöður fund­anna. Það hef­ur hingað til ekki verið hægt.“

Hvað af­stöðu SA til kröfu­gerðar fé­lag­anna varðar seg­ir Ragn­ar það liggja ljóst fyr­ir að stjórn­völd þurfi að koma að deil­unni. „Nú er ljóst að stjórn­völd þurfa að koma að þess­ari deilu með ein­hverj­um hætti. Þetta mun ekki leys­ast öðru­vísi.“

„Hver fundur færir okkur nær lausn“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að fundurinn í morgun hefði verið fínn. „Það var ákveðið að hittast í næstu viku sem hlýtur að segja einhverja sögu,“ segir Halldór.

Hann segir að meðal annars hafi verið rætt um kostnaðarmat kröfugerðanna og einnig lagt mat á svigrúm atvinnulífsins til launahækkana til langs tíma.

„Hver fundur færir okkur nær lausn,“ segir Halldór þegar hann er spurður hvort fundurinn hafi verið skref í rétta átt en segist ekki geta tjáð sig um hvort langt sé á milli deiluaðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert