Áhyggjur af hlýnun

Hlýnun lofthjúpsins veldur mörgum áhyggjum.
Hlýnun lofthjúpsins veldur mörgum áhyggjum. mbl.is/​Hari

Fólk hugsar meira um umhverfis- og loftslagsmál en það gerði fyrir rúmu ári. „Við sjáum að fólk hefur auknar áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga á lifnaðarhætti þess. Íslendingar segjast finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi, þeir telja sig vera að upplifa breytingarnar.“

Þetta segir Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup á Íslandi í Morgunblaðinu í dag. Fyrirtækið hefur kannað afstöðu landsmanna til loftslagsbreytinga og umhverfismála á síðastliðnum tveimur árum.

Á morgun, föstudag, verða niðurstöður nýrrar könnunar um þetta efni kynntar á umhverfisráðstefnu Gallup og samstarfsaðila. Ráðstefnan verður haldin í Norðurljósasal Hörpu. Þar verður fjallað um viðhorf og hegðun í tengslum við umhverfismál og loftslagsmál.

Meðal annarra niðurstaðna nýju könnunarinnar má nefna að þeim hefur fækkað lítillega sem telja að stjórnmálamenn geri of lítið til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert