Hótað og reynt að múta

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri ríkisins.
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri ríkisins. mbl.is/​Hari

Bryn­dísi Kristjáns­dótt­ur, skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins, hef­ur margsinn­is verið hótað og reynt að múta henni í starfi en hún tók við embætt­inu árið 2007. Auk­in­held­ur hef­ur starfs­mönn­um embætt­is­ins verið hótað sem og stofn­un­inni sem slíkri, meðal ann­ars póli­tísk­um af­skipt­um í ein­stök­um mál­um.

Þetta kem­ur fram í viðtali við Bryn­dísi í ViðskiptaMogg­an­um sem út kom í morg­un.

„Ég hef fengið hót­an­ir og það hef­ur líka verið reynt að múta mér,“ seg­ir Bryn­dís en hún seg­ir að í slík­um mál­um sé þó erfitt með sönn­un þar sem slík­ar hót­an­ir séu sjaldn­ast gerðar í vitna viðurvist. Bryn­dís seg­ir þó slík af­skipti eng­in áhrif hafa. Þau séu hluti af starf­inu.

„Það er auðvitað mitt starf og okk­ar hérna að láta þetta ekk­ert á okk­ur fá. Þetta hef­ur eng­in áhrif á það hvernig við tök­um á mál­um og hvort við tök­um á mál­um eða ekki. Ég full­yrði það og stend og fell með því,“ seg­ir Bryn­dís, sem staðið hef­ur í hringiðu mála sem fylgdu fjár­mála­hrun­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert