Komin undir 600 milljarða

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp 2019.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp 2019. mbl.is/​Hari

Heild­ar­skuld­ir rík­is­sjóðs, að frá­dregn­um end­ur­lán­um og sjóðsstöðu rík­is­sjóðs, námu um 593 millj­örðum um ára­mót­in, sam­kvæmt Lána­mál­um rík­is­ins. Hrein skuld rík­is­sjóðs hef­ur því lækkað um rúma 290 millj­arða frá des­em­ber 2013.

Með þess­um niður­greiðslum hef­ur skuld­in farið úr því að vera 50% af vergri lands­fram­leiðslu í að vera rúm 21% af vergri lands­fram­leiðslu, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Þær upp­lýs­ing­ar feng­ust frá Seðlabank­an­um að hinn 26. fe­brú­ar næst­kom­andi væri stór flokk­ur á gjald­daga, nán­ar til­tekið skulda­bréf að fjár­hæð 52 millj­arðar króna. Skuld­in væri í krón­um og hefði niður­greiðslan áhrif á lausa­fjár­stöðu rík­is­sjóðs. Fyr­ir vikið myndi niður­greiðslan vænt­an­lega ekki hafa áhrif á nettóskuld­ir en hins veg­ar lækka brúttóskuld­ir. Um væri að ræða skulda­bréf sem gefið var út 2008 til 10 ára. Það var ein­mitt um haustið 2008 sem banka­kerfið hrundi og er upp­gjörið á bréf­inu því tákn­rænt fyr­ir hagsveifl­una.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka