Reikningar verði skoðaðir

Borgarráð mun ræða braggamálið á fundi sínum í dag.
Borgarráð mun ræða braggamálið á fundi sínum í dag. mbl.is/​Hari

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun leggja fram til­lögu í borg­ar­ráði í dag um að innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borg­ar fái óháða mats­mennn til að sann­reyna reikn­inga sem til­heyra bragg­an­um við Naut­hóls­veg 100.

„Til­lag­an snýr að því að innri end­ur­skoðandi fái mats­menn til að fara yfir reikn­ing­ana og hvort þeir eru til­hæfu­laus­ir eða ekki. Það er nokkuð sem við telj­um að þurfi að gera og það hef­ur ekki verið gert,“ seg­ir Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, í Morg­un­blaðiunu í dag.

„Við erum líka með til­lögu um að það verði hætt að eyða tölvu­póst­um starfs­manna þegar þeir ljúka störf­um því það er mik­il starfs­manna­velta hjá borg­inni. Það hafa verið þrír stjórn­end­ur á skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar núna síðustu átta mánuði. Það er vísað í skýrslu innri end­ur­skoðanda í að lög um op­in­ber skjala­söfn hafi verið brot­in. Það má eyða tölvu­pósti ef það er búið að skjala og taka allt úr hon­um sem á að vista en það hef­ur held­ur ekki verið gert. Á meðan þetta er í ólagi leggj­um við til að það verði hætt að eyða tölvu­póst­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka