Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja fram tillögu í borgarráði í dag um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fái óháða matsmennn til að sannreyna reikninga sem tilheyra bragganum við Nauthólsveg 100.
„Tillagan snýr að því að innri endurskoðandi fái matsmenn til að fara yfir reikningana og hvort þeir eru tilhæfulausir eða ekki. Það er nokkuð sem við teljum að þurfi að gera og það hefur ekki verið gert,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í Morgunblaðiunu í dag.
„Við erum líka með tillögu um að það verði hætt að eyða tölvupóstum starfsmanna þegar þeir ljúka störfum því það er mikil starfsmannavelta hjá borginni. Það hafa verið þrír stjórnendur á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar núna síðustu átta mánuði. Það er vísað í skýrslu innri endurskoðanda í að lög um opinber skjalasöfn hafi verið brotin. Það má eyða tölvupósti ef það er búið að skjala og taka allt úr honum sem á að vista en það hefur heldur ekki verið gert. Á meðan þetta er í ólagi leggjum við til að það verði hætt að eyða tölvupóstum.“