Tölvupóstum vegna braggamálsins var eytt

Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfestir að tölvupóstum í tengslum við braggamálið …
Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfestir að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt en varast beri að túlka það svo að tölvupóstum hafi verið eytt í annarlegum tilgangi. mbl.is/​Hari

Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfestir að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt en varast beri að túlka það svo að tölvupóstum hafi verið eytt í annarlegum tilgangi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, sem dagsett er í dag.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata í Reykjavík, staðfestir þetta einnig í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hún að hún hafi fengið nýjar upplýsingar þar sem fram kemur að tölvupóstum Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, hafi verið eytt að hluta.

Í minnisblaðinu segir að það sé ritað þar sem „svo virðist sem uppi séu mismunandi túlkanir á því hvort í skýrslu Innri endurskoðunar komi fram að tölvupóstum hafi verið eytt“. Í skýrslunni um framkvæmdir við braggann að Nauthólsvegi 100 er talað um að fram hafi farið tiltekt á tölvupósthólfum. „Það getur falið í sér að tölvupóstar hafi verið færðir í skjalavörslukerfi og síðan eytt úr tölvupósthólfi, en það getur líka þýtt að þeim hafi verið eytt varanlega,“ segir í minnisblaðinu.

Í rannsókn innri endurskoðunar á braggamálinu var meðal annars kallað eftir afriti af tölvupósthólfum verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofunnar. Þá kom í ljós að í afritunum er ekki að finna alla tölvupósta viðkomandi aðila frá ágúst 2012 til október 2017 en innri endurskoðun getur ekki staðfest hvort meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg 100.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka