Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

Khaled Cairo við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Khaled Cairo við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Hari

Sextán ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í september árið 2017, hefur verið staðfestur af Landsrétti. Cairo mun una niðurstöðu Landsréttar.

Dómsuppsaga í málinu fór fram kl. 14 í dag og var niðurstaða Landsréttar sú að dómur héraðsdóms skyldi standa óraskaður, utan þess að þóknun réttargæslumanns Cairo, hátt í þrjár milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði.

Cairo var gert að greiða allan áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti, en lögmaður hans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, greindi dómurum Landsréttar frá því að skjólstæðingur hans myndi una niðurstöðu dómsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert