Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

Khaled Cairo við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Khaled Cairo við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Hari

Sex­tán ára fang­els­is­dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Haga­mel í sept­em­ber árið 2017, hef­ur verið staðfest­ur af Lands­rétti. Cairo mun una niður­stöðu Lands­rétt­ar.

Dóms­upp­saga í mál­inu fór fram kl. 14 í dag og var niðurstaða Lands­rétt­ar sú að dóm­ur héraðsdóms skyldi standa óraskaður, utan þess að þókn­un rétt­ar­gæslu­manns Cairo, hátt í þrjár millj­ón­ir króna, greiðist úr rík­is­sjóði.

Cairo var gert að greiða all­an áfrýj­un­ar­kostnað fyr­ir Lands­rétti, en lögmaður hans, Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, greindi dómur­um Lands­rétt­ar frá því að skjól­stæðing­ur hans myndi una niður­stöðu dóms­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert