Auka öryggi í Fljótavík

Fólk og farangur í fjörunni í Fljótavík og bátur bíður …
Fólk og farangur í fjörunni í Fljótavík og bátur bíður fyrir utan á sléttum sjónum. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur gefið leyfi til að komið verði upp lend­ing­araðstöðu í Fljóta­vík inn­an Horn­strandafriðlands­ins.

Í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir að til­gang­ur­inn sé að auka ör­yggi, en fjar­an er grýtt og oft erfitt að koma fólki í land með ör­ugg­um hætti.

Alls eru níu sum­ar­hús í Fljóta­vík og eru þau mikið notuð yfir sum­ar­tím­ann. Fyr­ir­hugað er að fara í verk­efnið í sum­ar og á sama stað og nú­ver­andi lend­ing er, en það er Atl­astaðir, sum­ar­húsa­fé­lag, sem stend­ur að um­sókn­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert