Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.
Í Morgunblaðinu í dag segir að tilgangurinn sé að auka öryggi, en fjaran er grýtt og oft erfitt að koma fólki í land með öruggum hætti.
Alls eru níu sumarhús í Fljótavík og eru þau mikið notuð yfir sumartímann. Fyrirhugað er að fara í verkefnið í sumar og á sama stað og núverandi lending er, en það er Atlastaðir, sumarhúsafélag, sem stendur að umsókninni.