Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. mbl.is/Eggert

Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Þá sé hún ekki svipuð og kröfugerð Verslunarmannasambandsins og VR, en félögin hafa samtals um 35 þúsund félagsmenn.

Í kröfugerðinni segir meðal annars að dregið hafi úr jöfnunaráhrifum skatta- og bótakerfisins og að þær breytingar sem hafi verið undanfarin ár hafi að öllu leyti bitnað með meiri þunga á láglaunafólki en öðrum. Því er krafist bættra kjara með endurskoðun skatta- og bótakerfisins og stórátaki í húsnæðismálum.

Samkvæmt kröfugerðinni er farið fram á tvöföldun persónuafsláttar þannig að lægstu laun verði skattfrjáls. Þá er gerð krafa um að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður og að koma í veg fyrir að fasteignaskattur hækki með markaðshækkun íbúðaverðs.

Einnig er farið fram á að barnabætur hækki og dregið verði úr skerðingum hjá ellilífeyrisþegum og öryrkjum. Þá kemur fram að farið sé fram á að verðtrygging á neytendalán verði afnumin og að húsnæðisliðurinn verði tekinn úr verðtryggingunni. Auk þess að fæðingarorlof verði lengt og heilbrigðisþjónusta bætt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert