Segir sögurnar hreinan uppspuna

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. mbl.is/RAX

Jón Bald­vin Hanni­bals­son seg­ir sög­ur um hann eiga það meðal ann­ars sam­eig­in­legt að vera ým­ist hreinn upp­spuni eða því­lík skrum­skæl­ing á veru­leik­an­um, að sann­leik­ur­inn er óþekkj­an­leg­ur. Sann­leik­ur­inn er því nú þegar fyrsta fórn­ar­lambið í þessu leik­riti, seg­ir hann í yf­ir­lýs­ingu.

Hann seg­ir bréfa­skipti sín við Guðrúnu Harðardótt­ur, syst­ur­dótt­ur Bryn­dís­ar, þegar hún var 17 ára, hafi hvort tveggja með öllu óviðeig­andi og ámæl­is­verð. „Á því hef ég beðist marg­fald­lega af­sök­un­ar, bæði Guðrúnu sjálfa og fjöl­skyldu henn­ar, sem og op­in­ber­lega. Ég hef leitað eft­ir fyr­ir­gefn­ingu, en án ár­ang­urs. Á þessu máli ber ég einn ábyrgð – og eng­inn ann­ar,“ seg­ir enn frem­ur í yf­ir­lýs­ingu Jóns Bald­vins en hana má lesa í heild hér að neðan.

„Morg­un­blaðinu hef­ur borist eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ing frá Jóni Bald­vin Hanni­bals­syni, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og fyrr­ver­andi for­manni Alþýðuflokks­ins, í til­efni af fjöl­miðlaum­fjöll­un síðustu daga um meinta hátt­semi hans í garð kvenna. Fjór­ar kon­ur stigu ný­verið fram og sögðu í Stund­inni frá áreitni og of­beldi sem þær hefðu orðið fyr­ir af hendi Jóns Bald­vins. Fleiri kon­ur hafa síðan stigið fram á net­inu og sagst ým­ist vera þolend­ur eða vitni auk þess sem dótt­ir hans, Al­dís, kom fram í viðtali í Rík­is­út­varp­inu og sagði að Jón Bald­vin hefði mis­notað vald sitt til þess að nauðung­ar­vista hana á geðdeild eft­ir að hún hótaði hon­um lög­sókn vegna kyn­ferðis­brota. Yf­ir­lýs­ing­in er svohljóðandi:

Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson
Bryn­dís Schram og Jón Bald­vin Hanni­bals­son mbl.is/​Eva Björk Ægis­dótt­ir

„Án dóms og laga

Yf­ir­lýs­ing að gefnu til­efni.

Að und­an­förnu hef­ur mátt lesa í hefðbundn­um fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðlum sög­ur nafn­greindra kvenna um víta­verða hegðun und­ir­ritaðs gagn­vart kvenþjóðinni, jafn­vel hálfa öld aft­ur í tím­ann.

Þess­ar sög­ur eiga það meðal ann­ars sam­eig­in­legt að vera ým­ist hreinn upp­spuni eða því­lík skrum­skæl­ing á veru­leik­an­um, að sann­leik­ur­inn er óþekkj­an­leg­ur. Sann­leik­ur­inn er því nú þegar fyrsta fórn­ar­lambið í þessu leik­riti. Það bíður síns tíma að leiðrétta það, m.a. af eft­ir­far­andi ástæðum:

Megin­á­stæðan er sú, að sögu­ber­ar eru ým­ist í nán­um fjöl­skyldu­tengsl­um við okk­ur Bryn­dísi eða nán­ir vin­ir elstu dótt­ur okk­ar. Við Bryn­dís erum sam­mála um, að fjöl­skyldu­böl af þessu tagi – því að það er það – verði ekki út­kljáð í rétt­ar­sal, né held­ur til lykta leitt í fjöl­miðlum. Við stefn­um dótt­ur okk­ar ekki fyr­ir dóm – lái okk­ur hver sem vill.

En hver er þá okk­ar ábyrgð á fjöl­skyldu­böl­inu, sem mér er svo tíðrætt um? Ætlum við að skella allri skuld af ógæfu fjöl­skyld­unn­ar á aðra? Er þetta virki­lega allt öðrum að kenna? Því fer fjarri. Sjálf­ur ber ég þunga sök af því að hafa valdið langvar­andi ósætti inn­an fjöl­skyldu Bryn­dís­ar. Bréfa­skipti mín við Guðrúnu Harðardótt­ur, syst­ur­dótt­ur Bryn­dís­ar, þegar hún var 17 ára, voru hvort tveggja með öllu óviðeig­andi og ámæl­is­verð. Á því hef ég beðist marg­fald­lega af­sök­un­ar, bæði Guðrúnu sjálfa og fjöl­skyldu henn­ar, sem og op­in­ber­lega. Ég hef leitað eft­ir fyr­ir­gefn­ingu, en án ár­ang­urs. Á þessu máli ber ég einn ábyrgð – og eng­inn ann­ar.

Seinni tíma ásak­an­ir um áreitni við Guðrúnu á barns­aldri eru hins veg­ar til­hæfu­laus­ar með öllu. Það mál var rann­sakað í tvígang af lög­reglu og sak­sókn­ara, m.a. með yf­ir­heyrsl­um og vitna­leiðslum, og vísað frá í bæði skipt­in, enda varð vitn­um við komið. Öll gögn, sem máli skipta, liggja fyr­ir og eru öll­um aðgengi­leg, m.a. á heimasíðu minni (www.jbh.is)

Hvers vegna er elstu dótt­ur okk­ar svo mjög í nöp við for­eldra sína, eins og raun ber vitni? Hversu marg­ar eru þær fjöl­skyld­ur í okk­ar litla sam­fé­lagi, sem eiga um sárt að binda vegna geðrænna vanda­mála ein­hvers í fjöl­skyld­unni? Hversu al­gengt er það ekki, að reiði og hat­ur, sem af hlýst, bein­ist fyrst og fremst að nán­ustu aðstand­end­um? Þetta er kjarni máls­ins. Eft­ir að hafa oft­ar en einu sinni orðið við ákalli geðlækna um nauðung­ar­vist­un elstu dótt­ur okk­ar á geðdeild, sner­ist vin­arþel og ástúð dótt­ur til föður að lok­um í hat­ur, sem engu eir­ir, eins og frá­sagn­ir henn­ar bera vott um. Nauðung­ar­vist­un er síðasta neyðarúr­ræði geðlækn­is. Á þess­um tíma þurfti að lög­um heim­ild ná­ins aðstand­anda til að beita þessu neyðarúr­ræði. Dótt­ir okk­ar treysti mér ein­um til þess og lét bóka það. Þeir sem halda því fram, að ein­hver svo­kallaður „valdamaður“ geti sigað lög­reglu á varn­ar­lausa ein­stak­linga að geðþótta, vita ekki hvað þeir eru að tala um. Sem bet­ur fer hef­ur þess­ari kvöð nú verið létt af aðstand­end­um.

All­ar til­raun­ir til sátta, einnig með milli­göngu sálusorg­ara og sér­fræðinga, hafa eng­an ár­ang­ur borið. Þetta er nógu sár lífs­reynsla fyr­ir alla, sem hlut eiga að máli, þótt ekki bæt­ist við, að fjöl­miðlar vilji velta sér upp úr ógæfu annarra með því að lepja upp ein­hliða og óstaðfest­an óhróður, að óat­huguðu máli. Það er satt að segja hreinn níðings­skap­ur að færa sér í nyt fjöl­skyldu­harm­leik eins og þann, sem við höf­um mátt búa við í ára­tugi, til þess að ræna fólk mann­orðinu, í skjóli þess að vörn­um verði vart við komið. Það verður hvorki rétt­lætt með sann­leiks­ást né rétt­lætis­kennd. Það er ekki rann­sókn­ar­blaðamennska. Það er sorp-blaðamennska.

Hvað er þá til ráða til að hnekkja ósönn­um og ærumeiðandi aðdrótt­un­um í fjöl­miðlum? Varðar það ekki við lög að bera ósann­ar sak­ir á aðra? Hingað til hef­ur það tal­ist vera svo. Og til þess eru dóm­stól­ar í rétt­ar­ríki að leiða sann­leik­ann í ljós – út­kljá mál­in. En eins og áður sagði, mun­um við Bryn­dís hvorki lög­sækja veika dótt­ur okk­ar né þær frænd­syst­ur Bryn­dís­ar, sem hlut eiga að máli. Frem­ur kjós­um við að láta þetta yfir okk­ur ganga; og bera harm okk­ar í hljóði að sinni.

Ég vil líka taka það fram, að ómerki­leg­an póli­tísk­an skæt­ing, hvort held­ur hann er fram­reidd­ur af for­manni Sam­bands sjálf­stæðis­k­venna eða af fyrr­ver­andi for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, virðum við ekki svars. Það hef­ur ekki þótt vera nein­um til vegs­auka með okk­ar þjóð hingað til að sparka í liggj­andi fólk. Og að því er varðar mína póli­tísku arf­leifð uni ég því vel að vera að lok­um dæmd­ur af verk­um mín­um.

Fyrst í stað fannst mér, að ég gæti með engu móti setið þegj­andi und­ir öll­um þess­um ásök­un­um, ásamt per­són­uníðinu, sem flæðir yfir alla bakka á svo­kölluðum sam­fé­lags­miðlum. Við nán­ari íhug­un er niðurstaðan samt sú, að í þessu eitraða and­rúms­lofti, þar sem ósann­ar full­yrðing­ar og níð hafa fengið að grass­era at­huga­semda­laust dög­um sam­an, sé það til lít­ils ann­ars en að skemmta skratt­an­um. Ekki vegna þess að þögn sé sama og samþykki; held­ur vegna hins, að mál­flutn­ing­ur sem bygg­ist á staðreynd­um, mun eng­in áhrif hafa á óvild­ar­menn mína. Við treyst­um því hins veg­ar, að það fólk, sem þekk­ir okk­ur Bryn­dísi per­sónu­lega af eig­in reynslu, sjái í gegn­um moldviðrið.

Að öllu þessu virtu, er það niðurstaða okk­ar Bryn­dís­ar, að sál­ar­heill okk­ar um­setnu fjöl­skyldu eigi að hafa for­gang, um­fram rétt­ar­höld í kast­ljósi fjöl­miðla, að svo stöddu. Heild­stæð grein­ar­gerð, þar sem öll­um fram­komn­um sak­argift­um verði gerð verðug skil, verður því að bíða betri tíma.

Því er ekki að neita, að mál af þessu tagi vekja ýms­ar áleitn­ar spurn­ing­ar, sem eru ekki á sviði einka­mála, held­ur varða al­manna­heill. Get­um við ekki leng­ur treyst því, að hver maður telj­ist sak­laus, uns hann hef­ur verið sek­ur fund­inn fyr­ir dómi? Skal hann samt telj­ast sek­ur sam­kvæmt dóm­stóli fjöl­miðla, þótt sýknaður hafi verið af rétt­um yf­ir­völd­um að rann­sókn lok­inni? Þetta er sjálf­ur til­vist­ar­vandi okk­ar brot­hætta rétt­ar­rík­is. Á því ber­um við öll ábyrgð.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert