Búið er að loka veginum um Kjalarnes vegna veðurs og eins er lokað yfir Hellisheiði og Þrengsli og ekkert ferðaveður. Búist er við því að veður skáni upp úr kl. 21.00.
Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.
Áður hafði verið greint frá því að útlit væri fyrir hríð, skafrenning og slæmt skyggni á Hellisheiði og öðrum fjallvegum suðvestanlands milli klukkan 18 og 21 í kvöld. Skil með suðaustanhvassviðri og úrkomu fara nú hratt norðaustur yfir landið í kvöld og nótt.