Krefjandi aðstæður í fjallahlaupi í Hong Kong

Sigurður Kiernan, Halldóra G. Matthíasdóttir Proppé og Hafdís G. Hilmarsdóttir …
Sigurður Kiernan, Halldóra G. Matthíasdóttir Proppé og Hafdís G. Hilmarsdóttir náðu góðum árangri.

Átta Íslendingar tóku þátt í hundrað kílómetra fjallahlaupinu Hong Kong 100 Ultra, sem lauk um helgina og luku fimm þeirra keppni.

Aðstæður í hlaupinu voru krefjandi að sögn Halldóru Gyðu Matthíasdóttur Proppé, sem er þaulreyndur fjallahlaupari og kom fyrst í mark af Íslendingunum. Hún hljóp hundrað kílómetra með 5.400 metra hækkun á átján klukkustundum og 43 mínútum og varð 53. konan í mark.

Halldóra tók þátt í fjallahlaupinu í Hong Kong þriðja árið í röð. Hún hefur bætt tímann jafnt og þétt í áranna rás en ávallt sett sér sömu markmiðin. „Ég set mér fjögur markmið fyrir hvert hlaup, þau eru að komast að ráslínu, að klára hlaupið, að hafa gaman af því alla leið og að bæta tímann minn ef ég hef áður keppt í hlaupinu,“ segir Halldóra. Fyrir ári hljóp Halldóra á 19 klukkustundum og 20 mínútum en hlaupaleiðin var lengd um 6 kílómetra í ár og hækkuð um 500 metra, svo bætingin er vel merkjanleg.

Keppendur hlupu við ströndina og á hálendi og fengu að njóta útsýnis yfir Hong Kong-borg í leiðinni. Á hlaupaleiðinni mátti sjá vígalega apa, hunda og kýr á hverju strái en sérstakar aðstæður gerðu það að verkum að stór hluti keppenda lauk ekki hlaupinu.

Sjá viðtal við Halldóru Gyðu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka