Þurfa að komast lengra

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/​Hari

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir samn­ingsaðila þurfa að kom­ast lengra í viðræðum sín­um áður en stjórn­völd grípi til aðgerða til að greiða fyr­ir samn­ing­um. „Hins veg­ar erum við reiðubú­in til að gera allt sem við get­um til að greiða fyr­ir því að hægt sé að lenda mál­un­um,“ seg­ir Katrín.

Átaks­hóp­ur um hús­næðismál kynn­ir til­lög­ur sín­ar á sam­ráðsfundi stjórn­valda og heild­ar­sam­taka á vinnu­markaði á morg­un, en Katrín seg­ir til­lög­urn­ar góðar „til skemmri og lengri tíma“.

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, seg­ir hlut­verk stjórn­valda munu ráða úr­slit­um um fram­haldið í kjaraviðræðum. Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir hann að ekki hafi verið ákveðið hvaða tím­arammi verði gef­inn stjórn­völd­um til að grípa til aðgerða. Ragn­ar Þór bind­ur mikl­ar von­ir við fyrr­nefnd­ar til­lög­ur í hús­næðismál­um og seg­ir lík­legt að VR slaki á launakröf­um sín­um komi stjórn­völd „með mynd­ar­leg­um hætti“ að mál­inu.

Boðað hef­ur verið til sátta­fund­ar í viðræðum Efl­ing­ar, VR, Verka­lýðsfé­lags Akra­ness og Verka­lýðsfé­lags Grinda­vík­ur á morg­un.

Í um­fjöll­un um samn­inga­mál­in í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að ekki sé ósenni­legt að Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins (SA) og Samiðn tak­ist að ná sam­komu­lagi um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, en fé­lög­in ræddu um vinnu­tíma í síðustu viku. VR og Efl­ing hafa hafnað þessu, en Hilm­ar Harðar­son, formaður Samiðnar, seg­ir að mögu­leik­ar geti fal­ist í stytt­ingu vinnu­viku fyr­ir iðnaðar­menn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert