470 km skilja þau að

Hjónin Jónína Þ. Arndal og Hjalti Skaptason á leið til …
Hjónin Jónína Þ. Arndal og Hjalti Skaptason á leið til Húsavíkur í gær, þar sem hún fer í hvíldarinnlögn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjalti Skapta­son fór með eig­in­konu sinni til 35 ára, Jón­ínu Þor­steins­dótt­ur Arn­dal, með áætl­un­ar­flugi til Húsa­vík­ur í gær­morg­un þar sem hún mun dvelja í hvíld­ar­inn­lögn á hjúkr­un­ar­heim­ili á Húsa­vík.

Jón­ína er greind með heila­bil­un­ar­sjúk­dóm og búa þau hjón­in í Hafnar­f­irði. Þar sem Jón­ína þigg­ur ekki alla þjón­ustu sem í boði er kemst hún ekki á for­gangslista fyr­ir hvíld­ar­inn­lögn eða dvöl á hjúkr­un­ar­heim­ili, að sögn Hjalta, sem seg­ir Jón­ínu ekki gera sér neina grein fyr­ir aðstæðum en hún hef­ur á tveim­ur árum misst alla færni til þess að hugsa um sig sjálf.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Hjalti Jón­ínu eiga erfitt með að koma á ókunna staði og inn­an um fólk sem hún þekk­ir ekki. Hann seg­ir einu teng­ing­una við Húsa­vík vera dótt­ur Jón­ínu sem búi þar. Hjalti von­ast til þess að kom­ast í heim­sókn til konu sinn­ar einu sinni í þær sex vik­ur sem áætlað er að hún dvelji á Húsa­vík.

„Ég kem fram með okk­ar sögu til þess að benda á ástandið í mál­efn­um fólks með heila­bil­un­ar­sjúk­dóma. Ég hef góðan stuðning en það eru ekki all­ir sem hafa hann,“ seg­ir Hjalti sem sakn­ar strax konu sinn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert