Hrói höttur í Firðinum

Sveinn Stefánsson leiðbeinir Jovana Dedeic í íþróttahúsi Hraunvallaskóla.
Sveinn Stefánsson leiðbeinir Jovana Dedeic í íþróttahúsi Hraunvallaskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bog­fimi er kennd víða um land og nýj­asta fé­lagið á þeim vett­vangi er Bog­fimi­fé­lagið Hrói hött­ur í Hafnar­f­irði. Fé­lagið var stofnað 3. sept­em­ber 2018 og fyrsta nám­skeiðið hófst í íþrótta­húsi Hraun­valla­skóla 3. des­em­ber síðastliðinn.

Sveinn Stef­áns­son er formaður fé­lags­ins og aðalþjálf­ari. Hann er með kenn­ara­rétt­indi frá Alþjóðabog­fim­i­sam­band­inu (World Archery Federati­on) og að höfðu sam­ráði við ráðamenn í Hafn­ar­fjarðarbæ, meðal ann­ars íþrótta­full­trúa bæj­ar­ins, og stjórn­end­ur Íþrótta­banda­lags Hafn­ar­fjarðar ákvað hann að stökkva út í djúpu laug­ina og stofna Hróa hött.

„Þetta er fyrsta bog­fimi­fé­lagið á höfuðborg­ar­svæðinu sem er með aðstöðu í íþrótta­húsi,“ seg­ir hann. ÍBH út­hlut­ar fé­lag­inu tím­um, en Freyja í Reykja­vík og Bog­inn í Kópa­vogi eru með æf­ing­ar í Bog­fim­i­setr­inu í Reykja­vík.

Sjá sam­tal við Svein í heild á baksíðu Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert