Hrói höttur í Firðinum

Sveinn Stefánsson leiðbeinir Jovana Dedeic í íþróttahúsi Hraunvallaskóla.
Sveinn Stefánsson leiðbeinir Jovana Dedeic í íþróttahúsi Hraunvallaskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bogfimi er kennd víða um land og nýjasta félagið á þeim vettvangi er Bogfimifélagið Hrói höttur í Hafnarfirði. Félagið var stofnað 3. september 2018 og fyrsta námskeiðið hófst í íþróttahúsi Hraunvallaskóla 3. desember síðastliðinn.

Sveinn Stefánsson er formaður félagsins og aðalþjálfari. Hann er með kennararéttindi frá Alþjóðabogfimisambandinu (World Archery Federation) og að höfðu samráði við ráðamenn í Hafnarfjarðarbæ, meðal annars íþróttafulltrúa bæjarins, og stjórnendur Íþróttabandalags Hafnarfjarðar ákvað hann að stökkva út í djúpu laugina og stofna Hróa hött.

„Þetta er fyrsta bogfimifélagið á höfuðborgarsvæðinu sem er með aðstöðu í íþróttahúsi,“ segir hann. ÍBH úthlutar félaginu tímum, en Freyja í Reykjavík og Boginn í Kópavogi eru með æfingar í Bogfimisetrinu í Reykjavík.

Sjá samtal við Svein í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert