Loksins almennileg norðurljós

Leiðsögumenn í ferðaþjónustu hafa kvartað undan lítilli norðurljósavirkni í vetur. Á morgun miðvikudag er þó von á að það verði breyting á því. Allmikilli norðurljósavirkni er spáð en jafnframt góðu skyggni víða um land.

Í norðurljósaspá Veðurstofunnar er gert ráð fyrir að virknin verði 5 stig á kvarðanum 0-9.

Áfram verður kalt í veðri á næstu dögum og útlit er fyrir að enn bæti í snjóinn en honum hefur kyngt niður undanfarna daga eins og sést í þessu myndskeiði sem var tekið í fallegu veðri við Rauðavatn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert