„Risastórt lífskjaramál“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði hús­næðismál risa­stórt kjara­mál í viðtali við Kast­ljós í kvöld, en átaks­hóp­ur um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði kynnti í dag til­lög­ur sín­ar í þeim efn­um. 

Verka­lýðshreyf­ing­in hef­ur kallað eft­ir aðkomu rík­is­ins að kjaraviðræðunum, m.a. úr­bót­um hvað hús­næðismál varðar, en þó einnig breyt­ing­um á skatt­kerf­inu svo dæmi sé nefnt. Fram kom að full­trú­ar verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar hafi lagt til að fjöldi íbúa sem byggður verður á veg­um íbúðafé­lags­ins Bjargs verði tvö­faldaður, en fé­lagið var stofnað af ASÍ og BSRB og nýt­ur verk­efnið stofn­fram­laga frá rík­inu. 

Katrín kvað aðspurð að ekki yrðu tekn­ar ákv­arðanir um slíkt í beinni út­send­ingu. „En nú ligg­ur það fyr­ir og var rætt á sam­ráðsfundi stjórn­valda með aðilum vinnu­markaðar­ins í dag. Við fór­um yfir all­ar þess­ar til­lög­ur og þær heyra und­ir mis­mun­andi stofn­an­ir og ráðuneyti, ríki, sveit­ar­fé­lög og aðila vinnu­markaðar­ins.“ 

Katrín var spurð út í þann hóp fólks sem býr í ósamþykktu iðnaðar­hús­næði. Katrín seg­ir að til­lög­ur hóps­ins skili ár­angri fyr­ir þann hóp á næstu miss­er­um. 

Meðal áherslna verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar er hóp­ur bág­bor­inna leigj­enda í ljósi þess að hækk­andi leigu­verð hafi mik­il áhrif á af­komu fólks.

„Við vit­um það öll að hús­næðis­kostnaður er risa­stórt kjara­mál og það hef­ur auðvitað áhrif á ráðstöf­un­ar­tekj­ur fólks í þessu landi ef hús­næðis­kostnaður er mjög hár og íþyngj­andi,“ sagði Katrín og vísaði til þess að bent hefði verið á að tekju­lægsta fólkið verði æ hærra hlut­falli tekna sinna á óör­ugg­um leigu­markaði. „Þetta er auðvitað risa­stórt lífs­kjara­mál.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert