Sala á mjólkurafurðum minni en áður

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sala á mjólkurafurðum minnkaði á nýliðnu ári. Er það í fyrsta skipti í um áratug sem salan minnkar en á þessu tímabili hefur hún aukist stórlega, sérstaklega sala á fituríkum afurðum.

Í yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) sést að sala á mjólk og sýrðum vörum hefur minnkað um 2,8% á milli ára. Sala á flestum öðrum afurðaflokkum, eins og viðbiti og ostum, minnkar á milli ára.

Einar Einarsson, framkvæmdastjóri tekjusviðs MS, segir að aukningin sé aðallega drifin áfram af feitari afurðum eins og smjöri, feitari gerðum af osti, sneiðum og rifnum osti en samdráttur sé í magrari osti.

Mjólkursamlögin tóku við 152,4 milljónum lítra af mjólk á síðasta ári og hefur framleiðslan aldrei verið meiri. Salan er talsvert minni eða 145 milljón lítrar ef hún er reiknuð á fitugrunni en 129 milljón lítrar á próteingrunni. Þrátt fyrir framleiðslu umfram innanlandsmarkað hafa ekki orðið teljandi breytingar á birgðum á árinu, enda umframframleiðslan flutt á erlendan markað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert