Skapað verði aðgengi að Ófeigskirkju

Um 100 manns gengu á sínum tíma um Gálgahraun á …
Um 100 manns gengu á sínum tíma um Gálgahraun á Álftanesi til að skoða fyrirhugað götustæði Álftanesvegar. Ófeigskirkja sést á myndinni. mbl.is/Golli

Gert er ráð fyr­ir því að gera færslu Ófeigs­kirkju skil í tengsl­um við friðlýs­ingu Gálga­hrauns. Sum­ir telja að sögu­leg álfa­kirkja sé í grjót­bjarg­inu sem var fyr­ir vikið fært úr götu­stæðinu við gerð Álfta­nes­veg­ar árið 2015.

Fram kem­ur í skipu­lags­lýs­ingu vegna fyr­ir­hugaðrar vinnu við deili­skipu­lag í tengsl­um við friðlýs­ingu Gálga­hrauns og Garðahrauns neðra að til standi að skapa aðgengi að bjarg­inu og setja upp fræðslu­skilti á svo­kölluðu „Sátta­torgi“ um til­urð færslu þess úr götu­stæðinu.

DLD ehf. vinn­ur að deili­skipu­lagi Gálga­hrauns og Garðahrauns neðra sem eru friðlýst svæði og hluti af fólkvangi, sem nær frá Búr­fells­gjá í Heiðmörk að Gálga­hrauni við Lambhúsa­tjörn í Skerjaf­irði. Garðabær hef­ur einnig sett af stað vinnu við deili­skipu­lag Garðahrauns efra.

Meg­in­mark­mið deili­skipu­lags Gálga­hrauns og Garðahrauns neðra er að vernda jarðminj­ar, gróðurfar og fugla­líf. Sam­hliða því á að stýra aðgengi um hraunið og veita fræðslu um nátt­úruf­ar og menn­ing­ar­minj­ar á svæðinu. Í deili­skipu­lag­inu er einnig gert ráð fyr­ir að tengja sam­an göngu- og hjóla­leið frá Álfta­nesi að meg­in­leiðum í gegn­um Sjá­lands­hverfi í átt til Reykja­vík­ur, að því er kem­ur fram í skipu­lags­lýs­ing­unni. 

„Mark­miðið með friðlýs­ingu Gálga­hrauns er að vernda nyrsta hluta Búr­fells­hrauns, þann hluta hrauns­ins sem runnið hef­ur í sjó fram, bæði vegna jarðmynd­ana og líf­rík­is. Mark­mið friðlýs­ing­ar­inn­ar er jafn­framt að varðveita Gálga­hraun sem vett­vang nátt­úru­skoðunar og fræðslu um ókomna tíð,“ seg­ir í friðlýs­ingu Gálga­hrauns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert