Teigsskógarleið líklegri

Það svæði sem nefnt er Teigsskógur nær yfir þrjár jarðir …
Það svæði sem nefnt er Teigsskógur nær yfir þrjár jarðir á norðurströnd Þorskafjarðar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ráðherra samgöngumála, Sigurður Ingi Jóhannsson, og fulltrúar Vegagerðarinnar funduðu í gær með fulltrúum sveitarstjórna Reykhólahrepps, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps um vegamálin.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps kemur saman til aukafundar í dag. Á dagskránni er tillaga um að setja svokallaða Reykhólaleið inn á skipulag í stað Teigsskógarleiðar.

Samgönguráðherra boðaði til fundanna og varð það til þess að sveitarstjórn frestaði afgreiðslu vegamálsins í síðustu viku. Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps, segir að nokkuð sé síðan beðið var um fund með ráðherra. Hann segir að fulltrúar hreppsnefndar hafi farið yfir sín sjónarmið. Á fundinum hafi verið farið yfir ýmsa möguleika, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert