Þrír fundir í næstu viku

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. mbl.is/​Hari

Boðað hefur verið til þriggja funda í næstu viku í kjaradeilu VR, Eflingar, Verðalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins. Fundað var í morgun þar sem ákveðið var að taka frá þrjá daga í næstu viku.

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir að fundað verði mánudag, miðvikudag og föstudag í næstu viku, tvo tíma í senn. 

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, sagðist í gær vera mjög ánægður með að sjá tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði.

Hann telur tillögurnar gott innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður en fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa kallað eftir aðkomu hins opinbera að viðræðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert