Tíu bækur tilnefndar

Höfundarnir sem eru tilnefndir til Viðurkenningar Hagþenkis.
Höfundarnir sem eru tilnefndir til Viðurkenningar Hagþenkis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Til­kynnt var fyr­ir stundu hvaða tíu bæk­ur eru til­nefnd­ar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna, fyr­ir árið 2018. Viður­kenn­ing­ar­ráð Hagþenk­is stend­ur að val­inu, en það skipa þau Auður Styr­kárs­dótt­ir, Ásta Krist­ín Bene­dikts­dótt­ir, Henry Al­ex­and­er Henrys­son og Svan­hild­ur Kr. Sverr­is­dótt­ir.

Borg­ar­bók­safn og Hagþenk­ir standa fyr­ir bóka­kynn­ingu fyr­ir al­menn­ing 2. fe­brú­ar kl. 15-17 á Reykja­vík­ur­torgi, þar sem höf­und­arn­ir kynna bæk­urn­ar. Viður­kenn­ing­in verður síðan veitt við hátíðlega at­höfn í Þjóðar­bók­hlöðunni 6. mars. Verðlaun­in nema 1.250.000 krón­um. 

Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings. Árið 2006 var tek­in upp sú nýbreytni að til­nefna tíu höf­unda og bæk­ur er til greina koma. Viður­kenn­ing­ar­ráð Hagþenk­is, skipað fimm fé­lags­mönn­um af ólík­um fræðasviðum til tveggja ára í senn, stend­ur að val­inu.

Eft­ir­far­andi höf­und­ar og bæk­ur eru til­nefnd í staf­rófs­röð höf­unda. Með fylg­ir um­sögn viður­kenn­ing­ar­ráðsins:

  • Alda Björk Valdi­mars­dótt­ir. Jane Austen og ferð les­and­ans. Skáld­kon­an í þrem­ur kvenna­grein­um sam­tím­ans. Há­skóla­út­gáf­an. „Ítar­leg og áhuga­verð rann­sókn á ímynd Jane Austen í sam­tím­an­um og áhrif­um henn­ar á kvenna­menn­ingu, einkum ástar­sög­ur, skvísu­sög­ur og sjálfs­hjálp­ar­bæk­ur.“
  • Axel Krist­ins­son. Hnign­un, hvaða hnign­un? Goðsögn­in um niður­læg­ing­ar­tíma­bilið í sögu Íslands. Sögu­fé­lag. „Ögrandi sögu­skoðun og eft­ir­tekt­ar­verður frá­sagn­ar­stíll höf­und­ar mynda öfl­uga heild.“
  • Árni Daní­el Júlí­us­son. Af hverju strái. Saga af byggð, grasi og bænd­um 1300–1700. Sagn­fræðistofn­un Há­skóla Íslands og Há­skóla­út­gáf­an. „Vönduð sagn­fræðirann­sókn og frum­leg fram­setn­ing býður les­and­an­um í spenn­andi tíma­ferðalag aft­ur til lítt þekktra alda Íslands­sög­unn­ar.“
  • Bára Bald­urs­dótt­ir og Þor­gerður H. Þor­valds­dótt­ir. Krullað og klippt. Ald­ar­saga háriðna á Íslandi. Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag. „Fag­lega fléttað verk byggt á hár­fínni heim­ilda­vinnu um sögu starfs­grein­ar þar sem sjón­um er ekki síst beint að ólíkri kynja­menn­ingu.“
  • Hörður Krist­ins­son, Jón Bald­ur Hlíðberg og Þóra Ell­en Þór­halls­dótt­ir. Flóra Íslands. Blóm­plönt­ur og byrkn­ing­ar. Vaka-Helga­fell. „Ein­stakt bók­verk þar sem framúrsk­ar­andi fræðimennska, vænt­umþykja fyr­ir viðfangs­efn­inu og list­ræn út­færsla mun sam­eina kyn­slóðir í lestri.“
  • Krist­ín Svava Tóm­as­dótt­ir. Stund kláms­ins. Klám á Íslandi á tím­um kyn­lífs­bylt­ing­ar­inn­ar. Sögu­fé­lag. „Brautryðjanda­verk um sögu kláms og kyn­verund­ar á Íslandi sem bygg­ir á af­hjúp­andi rann­sókn­um á vandmeðförnu efni.“
  • Magnús Þorkell Bern­h­arðsson. Mið-Aust­ur­lönd. Fortíð, nútíð og framtíð. Mál og menn­ing. „Sér­lega aðgengi­leg og fræðandi bók um nú­tíma­sögu Mið-Aust­ur­landa, sögu- og menn­ing­ar­legt sam­hengi nýliðinna viðburða og tog­streitu milli heims­hluta.“
  • Ólaf­ur Kvar­an. Ein­ar Jóns­son mynd­höggv­ari. Verk, tákn­heim­ur og menn­ing­ar­sögu­legt sam­hengi. Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag. „Glæsi­leg og ríku­lega myndskreytt bók um hug­mynda­fræði verka Ein­ars og tengsl hans við alþjóðleg­ar lista­stefn­ur og ís­lenska menn­ingu á fyrstu ára­tug­um 20. ald­ar.“
  • Rósa Rut Þóris­dótt­ir. Hvíta­birn­ir á Íslandi. Bóka­út­gáf­an Hól­ar. „Yf­ir­grips­mikið safn frá­sagna um átök manna og hvíta­bjarna, unnið upp úr óvenju­legu gagna­safni sem nær allt frá land­námi til okk­ar daga; efni sem höfðar til allra ald­urs­hópa.“
  • Sverr­ir Jak­obs­son. Krist­ur. Saga hug­mynd­ar. Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag. „Fróðleg og sann­fær­andi fram­setn­ing á því hvernig hug­mynd­ir manna um Krist þróuðust og breytt­ust gegn­um ald­irn­ar í meðför­um þeirra sem á hann trúðu.“
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert