Virkja Tungufljót í Biskupstungum

Unnið er að því að steypa grunn stöðvarhúss Brúarvirkjunar og …
Unnið er að því að steypa grunn stöðvarhúss Brúarvirkjunar og þar hefur pípum sem liggja að túrbínum verið komið fyrir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Það er HS Orka sem stendur að þessu verkefni en vonir standa til að framkvæmdum ljúki í mars á næsta ári. Ístak er aðalverktakinn og þessa dagana er verið að vinna við stíflumannvirki og grunn stöðvarhússins. Þá hefur verið grafinn skurður þar sem aðrennslispípurnar að stöðvarhúsinu munu liggja.

Uppsett afl er 9,9 MW í Brúarvirkjun sem nýtir 49 metra fallhæð á 1.700 metrum í Tungufljóti, það er ofan þjóðvegarins sem liggur milli Gullfoss og Geysis. Hvorki stöðvarhús né stíflumannvirki sjást frá þjóðveginum og aðrennslispípur verða allar niðurgrafnar. Um þær verður veitt alls um 25 sekúndulítrum af vatni, sem verða notaðir til að knýja tvær túrbínur virkjunarinnar, en heildarkostnaður við byggingu hennar er áætlaður rúmir fjórir milljarðar króna.

Ítarlegar rannsóknir gerðar

„Sennilega eru um tólf ár síðan ég fór að kanna möguleikana á virkjun Tungufljótsins. Strax í upphafi var mér ljóst að þetta væri raunhæfur virkjunarkostur, rétt eins og ítarlegar rannsóknir sem gera þurfti leiddu í ljós,“ segir Margeir Ingólfsson. Snemma í ferlinu fékk hann HS Orku að borðinu og er þetta fyrsta vatnsaflsstöðin sem fyrirtækið byggir.

Virkjunin nýtir fall og rennsli Tungufljótsins sem er um 25 …
Virkjunin nýtir fall og rennsli Tungufljótsins sem er um 25 rúmmetrar á sekúndu. Mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Margeir Ingólfsson virkjunarbóndi á Brú í Biskupstungum.
Margeir Ingólfsson virkjunarbóndi á Brú í Biskupstungum. Mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert