Frítekjumark námslána verði hækkað

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Kristinn Magnússon

Til stendur að hækka bæði framfærsluviðmið Lánasjóðs íslenskra námsmanna og frítekjumark lánþega við yfirstandandi endurskoðun sjóðsins. Þá sé stefnt að því að lánasjóðurinn greiði út 100% af reiknaðri framfærsluþörf nemenda.

Þetta kom fram í máli Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, á Alþingi í dag. 

Lilja svaraði þar fyrirspurn frá Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, varaþingmanni Samfylkingarinnar. Sagðist ráðherrann geta lofað þingmönnum að eftir endurskoðun LÍN muni Ísland búa við eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum.

„Ég hef verið með mjög öfluga verkefnisstjórn sem er að skila mér mjög góðum tillögum og ég hef líka kallað til færustu lánasérfræðinga landsins til að búa til nýtt, öflugt kerfi. Ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert