Nú um mánaðamótin lætur Ragna Fossberg af störfum hjá RÚV þar sem hún hefur verið förðunarmeistari í alls 47 ár.
Sjónvarpinu hefur hún fylgt frá svarthvítum útsendingum til stafrænnar háskerpu, að því er fram kemur í samtali við Rögnu í Morgunblaðinu í dag.
„Þegar þættir Hemma Gunn voru á dagskrá kom Laddi til mín og ég setti á hann hárkollu og byrjaði að mála. Með það fór Laddi á flug og Elsa Lund bókstaflega fæddist í stólnum hjá mér,“ segir Ragna Fossberg þegar hún rifjar upp langan feril sinn hjá RÚV, áratugi sem hafa verið litríkir í orðsins fyllstu merkingu.