Heimilislausum hefur fjölgað um 228 á sex árum

Heimili fyrir heimilislausa hefur verið í Víðinesi.
Heimili fyrir heimilislausa hefur verið í Víðinesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einstaklingar sem voru utangarðs og/eða heimilislausir árið 2017 voru 349 og hafði fjölgað um 228 frá 2009. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Velferðarvaktarinnar.

Þar kemur fram að meðal tillagna sem Velferðarvaktin leggur til í málefnum þessa hóps er að koma upp dagdvöl með snyrtiaðstöðu, sturtu, mat, fataúthlutun, hvíldaraðstöðu, virkni, launuðum verkefnum, félagsráðgjöf og heilbrigðisþjónustu.

Einstaklingar sem eru utangarðs og/eða heimilislausir hafa í fá hús að venda þegar gistiskýlin eru lokuð yfir daginn. Í Morgunblaðinu í dag segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, að við athugun velferðarsviðs um áramótin hafi 50 einstaklingar í verulegum vímuefnavanda verið í forgangi fyrir búsetuúrræði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert