Ósáttir við launalækkun

Lög­reglu­stjór­ar og sýslu­menn eru marg­ir hverj­ir ósátt­ir við nýtt mat­s­kerfi for­stöðumanna rík­is­stofn­ana sem tók gildi um síðustu ára­mót. For­stöðumenn heyrðu áður und­ir kjararáð en fjár­málaráðuneytið met­ur núna laun hvers og eins og for­send­ur grunn­mats starfa þeirra.

Í lang­flest­um til­vik­um lækka lög­reglu­stjór­ar í laun­um og hyggst Lög­reglu­stjóra­fé­lag Íslands óska skýr­inga ráðuneyt­is­ins á nýrri launa­setn­ingu. Þetta staðfest­ir Úlfar Lúðvíks­son, formaður fé­lag­ins, í svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins en hann er lög­reglu­stjóri á Vest­ur­landi. Hann seg­ir laun lög­reglu­stjóra lækka mis­mikið, eft­ir stærð og um­fangi viðkom­andi embætt­is.

Í bréfi ráðuneyt­is­ins er tekið fram að úr­sk­urður kjararáðs um hærri heild­ar­laun haldi gildi sínu þar til launa­ákvörðun sam­kvæmt grunn­mati starfs, að teknu til­liti til al­mennra launa­hækk­ana, verður jöfn nú­ver­andi heild­ar­laun­um. Líta lög­reglu­stjór­ar svo á að hér sé um launa­lækk­un að ræða en ætla sem fyrr seg­ir að kalla eft­ir frek­ari skýr­ing­um frá ráðuneyt­inu.

Lög­reglu­stjór­ar eru ekki í Fé­lagi for­stöðumanna rík­is­stofn­ana, sögðu sig úr því í des­em­ber 2017. Úlfar seg­ir ráðuneytið ekk­ert sam­ráð hafa haft við fé­lagið áður en launa­ákvörðunin var tek­in, enda hafi því verið lýst yfir af hálfu ráðuneyt­is­ins þar sem lög­reglu­stjór­ar séu ekki í Fé­lagi for­stöðumanna rík­is­stofn­ana. Lýsti fé­lagið því yfir að það færi með samn­ings­mál fyr­ir lög­reglu­stjóra.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag svar­ar Úlfar því neit­andi að það hafi verið heppi­leg laga­setn­ing að fela fjár­málaráðherra að ákveða lög­reglu­stjór­um laun.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka