„Ástandið er óþolandi“

Guðlaugur Þór segir ástandið í Venesúela óþolandi.
Guðlaugur Þór segir ástandið í Venesúela óþolandi. mbl.is/Eggert

Ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir ís­lensk stjórn­völd munu gera það sem í þeirra valdi stend­ur til þess að vilji venesú­elsku þjóðar­inn­ar nái fram að ganga og úti­lok­ar ekki að viðskipta­sam­bandi Íslands við rík­is­stjórn Nicolas Maduro verði slitið.

„Aðal­atriðið er að ríki heims sam­ein­ist um það að gera það sem þau geta til þess að vilji fólks­ins nái fram að ganga,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son í sam­tali við mbl.is.

Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, hvatti í dag all­ar þjóðir heims til að hætta viðskipt­um við rík­is­stjórn Maduro. Guðlaug­ur Þór seg­ir ekk­ert úti­lokað í þeim efn­um.

Maduro rígheldur í forsetastólinn þvert gegn vilja venesúelsku þjóðarinnar.
Maduro ríg­held­ur í for­seta­stól­inn þvert gegn vilja venesú­elsku þjóðar­inn­ar. AFP

„Ástandið er óþolandi og við höf­um gagn­rýnt fram­göngu stjórn­valda í Venesúela margoft. Þetta eru slík­ar hörm­ung­ar að orð fá því ekki lýst. Það eru þrjár millj­ón­ir manna á flótta frá þessu landi sem er svo ríkt af auðlind­um, en óstjórn og mein­gölluð hug­mynda­fræði hafa haft þess­ar skelfi­legu af­leiðing­ar,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór.

„Við ger­um það sem við get­um til þess að ýta und­ir það að þessi for­seti, sem hef­ur gengið fram með eins ólýðræðis­leg­um hætti og hugs­ast get­ur, sitji ekki þarna áfram í óþökk eig­in þjóðar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka