Bensínstöð Costco efst í ánægjuvoginni

Costco eldsneytið gleður marga.
Costco eldsneytið gleður marga. mbl.is/Árni Sæberg

Niðurstöður úr íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2018 voru kynntar í gær, en þetta var í tuttugasta sinn sem ánægja viðskiptavina með íslensk fyrirtæki var mæld með þessum hætti.

Ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Zenter rannsóknir um framkvæmd á könnuninni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þar kom í ljós að Costco mældist efst á eldsneytismarkaði með 82,3 stig af 100 mögulegum, og voru viðskiptavinir bensínstöðvar félagsins ánægðustu viðskiptavinir á Íslandi. Athygli vekur hins vegar að smásöluverslun Costco mældist með þriðju lægstu einkunnina á þeim markaði eða 65,9 stig af 100.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert