Ekkert fyrir dreifðar byggðir

Formaður Framsýnar segir átakshóp í húsnæðismálum ekki með púlsinn á …
Formaður Framsýnar segir átakshóp í húsnæðismálum ekki með púlsinn á vanda landsbyggðarinnar mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tillögur átakshóps í húsnæðismálum eru ágætar svo langt sem þær ná en í þær vantar aðgerðir í hinum dreifðu byggðum landsins. Þetta er álit Aðalsteins Á. Baldurssonar, formanns Framsýnar, sem hefur sent forsætisráðherra og félagsmálaráðherra bréf vegna málsins.

,,Þessar tillögur eru ágætar fyrir höfuðborgarsvæðið og stærstu þéttbýliskjarnana en það er ekkert talað um aðgerðir í hinum dreifðu byggðum landsins sem þurfa á aðstoð og sértækum aðgerðum að halda. Þessi hópur virðist ekki hafa verið með fingur á púlsi vanda landsbyggðarinnar,“ segir Aðalsteinn í Morgunblaðinu í dag.

Mikil fundahöld standa yfir á milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins um endurnýjun kjarasamninga en enn sér ekki til lands í þeim. Að sögn Aðalsteins ganga sérkjaraviðræður SGS og SA þó ágætlega og kveðst hann vonast til að hægt verði að ljúka þeim málum í kringum næstu mánaðamót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert