Gestirnir fengu að smakka bjórlíki

Andri Þór Guðmundsson.
Andri Þór Guðmundsson. mbl.is/Golli

„Þetta er ágæt viðurkenning fyrir okkur,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í Morgunblaðinu í dag.

Í vikunni komu 45 starfsmenn PepsiCo á Norðurlöndunum hingað til lands og héldu tveggja daga vinnufund í Ölgerðinni. Ástæða þess að Ísland var valið sem fundarstaður er að sögn Andra sá árangur sem náðst hefur í sölu á Pepsi hér á landi. Sala á Pepsi Max hér á landi er til að mynda sú næstmesta í heiminum á hvern íbúa, en aðeins Norðmenn drekka meira Pepsi Max en við.

Meðal gesta hér var Anders Boecker Pedersen, sem er nýr framkvæmdastjóri PepsiCo á Norðurlöndunum. Hann tók einmitt við starfinu í byrjun vikunnar og gerði það að sínu fyrsta verki að koma til Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert